Haukar nálgast toppinn og ÍA fjarlægist fallsvæðið

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Haukar nálgast toppinn og ÍA fjarlægist fallsvæðið

15.09.2020 - 22:20
Tveir leikir fóru fram í næst efstu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Haukar unnu 3-2 sigur á Aftureldingu og eru í þriðja sæti, fjórum stigum frá Keflavík sem er í öðru sæti.

 

Haukakonur halda því enn í vonina um að komast upp í úrvalsdeildina. Fimm umferðir eru eftir í deildinni.

Haukar-Afturelding 3-2

Þá vann ÍA 2-1 sigur á Völsungi á Húsavík og komust Skagakonur 5 stigum frá fallsæti. ÍA er í 8. sæti með 12 stig en Völsungur á botninum með 3 stig.

Vöslungur-ÍA 1-2

Staðan