Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fjöldgröf fannst í frumskógi í Panama

Jose Gonzalez, left, follows his 5-year-old daughter, carried by a police officer, as they leave a hospital in Santiago, Panama, Thursday, Jan. 16, 2020. Gonzalez's wife and five of their children are among seven people killed in a religious ritual in the Ngabe Bugle indigenous community. According to local prosecutor Rafael Baloyes indigenous residents were rounded up by lay preachers and tortured, beaten, burned and hacked with machetes to make them "repent their sins." (AP Photo/Arnulfo Franco)
 Mynd: AP
Yfirvöld í Panama fundu fjöldagröf á afskekktum stað á hálendi þess. Í janúar fundust sjö lík á svipuðum slóðum sem lögregla telur hafa verið pyntaða og myrta af sértrúarsöfnuði.

Skrifstofa ríkissaksóknara segir rannsakendur embættisins fylgjast með uppgreftri líkamsleifanna. Fjöldagröfin fannst um 350 kílómetrum norður af höfuðborginni. Tíu klukkustunda ganga í skógi vöxnu fjalllendi var að gröfinni frá þeim stað sem næst var hægt að komast á bílum. Azael Tugri, ríkissaksóknari, segir enn ekki hægt að greina frá því hversu mörg lík liggja í gröfinn eða hvers kyns þau eru. Alls hafa fimm verið handteknir vegna málsins, auk þess sem þremur börnum hefur verið komið til bjargar, tíu og 14 ára og þriggja mánaða. 

Nýverið var meintur leiðtogi sértrúarsafnaðarins Nýja ljós guðs handtekinn og yfirheyrður. Söfnuður hans er talinn tengjast gröfinni sem fannst í janúar. Þar voru þunguð kona og sex börn, á aldrinum eins til 17 ára, grafin. Líkin báru þess merki að þau hafi verið beitt ofbeldi. 

Nokkrum dögum eftir að gröfin fannst í janúar fann lögregla biblíur, skilaboð sem vísuðu óbeint til djöfulsins og slatti af reipi á morðstaðnum. Lögreglan gerði rassíu í kirkju safnaðarins eftir líkfundinn í janúar. Tíu voru handteknir og fimmtán komið til bjargar. Lögregla telur að konan og börnin sem voru drepin hafi verið pyntuð og þeim loks fórnað. Grunur leikur á að sömu örlög hafi beðið þeirra fimmtán sem var komið til bjargar.

Síðar greindi skrifstofa saksóknara frá því að þau tíu sem voru handtekin hafi tjóðrað fórnarlömbin, og loks lamið þau til bana með biblíum, prikum og sveðjum. Eftirlifendur sögðu saksóknara að trúarleiðtoginn hafi tjáð þeim að hann væri að verða við guðs vilja og særa illa anda úr fórnarlömbunum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV