Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bandaríkin banna vörur frá verksmiðjum í Xinjiang

15.09.2020 - 04:37
A container is loaded onto a cargo ship at a port in Qingdao in east China's Shandong province, Sunday, April 8, 2018. Amid falling markets, President Donald Trump's new economic adviser, Larry Kudlow, says there is no trade war between the U.S.
 Mynd: AP
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að innflutningur á vörum sem framleiddar eru í nauðungarvinnu í Xinjiang héraði Kína verði bannaður. Mark Morgan, starfandi yfirmaður tolla- og landamærastofnunar Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að kínversk stjórnvöld stundi þar kerfisbundið ofbeldi gegn Úígúrum.

Fimm framleiðendur í Xinjiang og nágrannahéraðinu Anhui eru tilteknirí banninu. Auk þess á bannið við allar vörur sem tengjast svokölluðum aðlögunarbúðum stjórnvalda í Xinjiang. Ken Cuccinelli, starfandi aðstoðar-heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir aðlögunarbúðir algjört rangnefni. Þetta séu einfaldlega þrælkunarbúðir þar sem minnihlutahópi er gert skylt að vinna við ömurlegar aðstæður.

Í júlí lögðu bandarísk tollayfirvöld bann á innflutning hárefna sem notuð eru í hárkollur og hárlengingar frá Xinjiang.