Ofsafengið úrhelli hefur dembst yfir svæðið undanfarið. Al Jazeera hefur eftir Nimphunjo Sherpa, bæjarstjóra í Bahrabise, að þorpsbúar óttist frekari skriðuföll. Jarðvegurinn veiktist verulega eftir jarðskjálftana fyrir fimm árum.
Tveir létu lífið í þorpinu Baglung í norðvesturhluta landsins. Skriðurnar féllu báðar eldsnemma morguns og tókst fólki því ekki að flýja undan þeim að sögn björgunarmanna. Leit er þegar hafin af þeim sem er saknað.
Flóð og aurskriður af völdum monsúnregnsins frá því í júní hafa nú valdið yfir 300 dauðsföllum í Nepal. Rúmlega hundrað er saknað og 160 hafa slasast.