Krani fór á hliðina

14.09.2020 - 17:32
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Óhapp varð þegar verið var að lyfta vörum með krana á slippsvæðinu á Akureyri síðdegis. Ekki vildi betur til en svo að kraninn hallaðist á hliðina og endaði með bómuna úti í sjó. Stjórnanda kranans varð ekki meint af heldur gekk hann ómeiddur frá krananum að þessu loknu, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu á Akureyri.

Ekki náðist í stjórnendur slippsins við vinnslu þessarar fréttar. 

Kraninn hallaðist upp að skúr á vinnusvæðinu og stöðvaðist með bómuna niðri í sjó en hún hafði þá grafist niður í trébryggjuna við hlið vinnslusvæðisins. Svo virðist sem kraninni hafi byrjað að síga og stjórnandinn reynt að bjarga því sem bjargað var en án árangurs. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi