Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Létt á ferðahömlum til Sádi Arabíu

13.09.2020 - 20:31
epa08251052 (FILE) - Muslim pilgrims perform Tawaf (circling) around the Kaaba inside the al-Haram al-Sharif mosque, in preparation of the start of the Hajj 2019 pilgrimage, Mecca, Saudi Arabia, 07 August 2019 (Reissued 26 February 2020). According to a statement on 26 February, Saudi Arabia has suspended religious tourism temporarily for the purposes of Umrah (a minor Islamic pilgrimage that can be done at any time of the year), as well as visiting the mosque of Prophet Muhammad, al-Masjid an Nabawi, in efforts to prevent the Covid-19 coronavirus in the Kingdom. Saudi Arabia is also suspending the entry of non-Saudi citizens coming from affected countries.  EPA-EFE/STR
Yfirleitt eru allir helgustu staðir Sádi Arabíu, eins og al-Haram al-Sharif-moskan í Mekka sem hér sést, yfirfullir á öllum helstu trúarhátíðum. Yfirvöld í Sádi Arabíu bönnuðu hins vegar allar pílagrímsferðir til landsins strax í febrúar, til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Mynd: epa
Stjórnvöld í Sádi Arabíu hyggjast rjúfa bann á flugferðum til landsins 15. september næstkomandi.

Nú eru sex mánuðir liðnir síðan kórónuveirufaraldurinn varð til þess að fjöldi Sádi Araba varð strand í útlöndum vegna ráðstafana yfirvalda.

Alls hafa 325 þúsund greinst með Covid-19 í Sádi Arabíu og yfir fjögur þúsund hafa látist. Í júní var slakað mjög á hömlum innanlands og kvikmyndahúsum og öðrum stöðum afþreyingar leyft að hefja starfsemi að nýju.

Strax í upphafi næsta árs hyggjast yfirvöld leyfa alla fólksflutninga í lofti, á legi og landi. Það á þó eingöngu við um sádi-arabíska borgara.

Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti landsins verður íbúum ríkja við Persaflóa og útlendingum með gild dvalarleyfi eða vegabréfsáritanir heimilað að koma inn í landið frá og með næsta þriðjudegi.

Skilyrði er þó að vera ekki smitaður af Covid-19. Stjórnvöld leyfa þó stjórnarerindrekum, sendiráðsstarfsfólki og þeim sem þurfa á sérstakri læknismeðferða að koma inn í landið.

Sömuleiðis ætla þau að finna leið til að bjóða pílagríma á leið til Mekka velkomna til Sádi Arabíu. Bann var lagt við komu þeirra í mars síðastliðnum og hátíðir múslíma í landinu hafa aðeins verið svipur hjá sjón í ár.