Héraðskosningar prófsteinn fyrir rússnesk stjórnvöld

13.09.2020 - 12:40
epa08665806 A voter votes at home during Moscow municipal elections at the Single Voting Day in Moscow, Russia, 13 September 2020.  In the year of 2020 the Single Voting Day in Russia is set on 13 September. On this day 83 constituent entities of the Russian Federation will hold election campaigns at various levels, from elections of senior officials of Russian subjects to elections to local governments of municipal districts, urban and rural settlements. In Moscow by-elections to the Deputies Councils of two municipal districts are held.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Héraðskosningar fara fram í Rússlandi í dag í skugga ásakanna á hendur rússnesskum stjórnvöldum um að hafa eitrað fyrir Alexei Navalny, einum helsta andstæðing stjórnvalda. Litið er á kosningarnar sem prófstein fyrir rússnesk stjórnvöld.

Í dag verða kosnir fulltrúar á héraðsþing í fjörtíu og einu héraði í Rússlandi. 160 þúsund eru í framboði. Þá verða kosnir héraðsstjórar í nokkrum þeirra. Þó héraðsþingin hafi ekki mikil og óskoruð völd er útlit fyrir spennandi kosningar. Stjórnarandstæðingar hafa hvatt kjósendur til að kjósa taktíst gegn stjórnvöldum í Kreml. Litið er á þessar kosningarnar sem prófstein fyrir Sameinað Rússland, flokkinn sem stendur Vladimír Pútín forseta næst. En á næsta ári fara fram þingkosningar í landinu. 

Mörgum bannað að bjóða sig fram

Sem fyrr þá þó ekki allir að bjóða sig fram sem vilja. Margir nýir flokkar sem hugðust gera það fengu ekki blessun stjórnvalda. Oft er flokkum og fólki bannað að fara fram þannig að kjörstjórn kveðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að undirskriftirnar sem þeim ber að safna séu ógildar.

 

epa07879914 The Russian opposition's mayoral candidate Alexei Navalny  attends an opposition rally in support of political prisoners in Moscow, Russia, 29 September 2019. Some 20,000 people reportedly attended the rally in Moscow demanding the release of previously detained protesters.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE - EPA
Alexei Navalny er einn þekktasti stjórnarandstæðingurinn.

Alexei Navalny, einn þekkasti og helsti andstæðingur stjórnvalda í Rússlandi, er enn á spítala í Þýskalandi. Læknar þar segja engan vafa á að það hafi verið eitrað fyrir honum í borginni Tomsk í Síberíu 20. ágúst þar sem hann var á ferðalagi í kosningabaráttu fyrir stjórnarandstöðuflokka sem bjóða sig fram í kosningunum í dag. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi