Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Andvana fædd börn fái kennitölu

13.09.2020 - 10:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Freyr Arnarson / Karl New - RÚV
Börn sem fæðast andvana eftir 22.viku meðgöngu fá kennitölu nái breytingar á lögum um skráningu einstaklinga fram að ganga. Drög að frumvarpi þessa efnis eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Frumvarpið er lagt fram af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að  beiðni og í samráði við Þjóðskrá Íslands. Þar segir að tíðkast hafi að skrá börn, sem fæðast andvana eftir 22. viku meðgöngu, í svokallaða utangarðsskrá. Lagt er til að þau fái svokallaða kerfiskennitölu, sem er sú tegund kennitölu sem útlendingar geta fengið hér á landi til að geta átt samskipti við opinberar stofnanir.

Í frumvarpsdrögunum segir að nauðsynlegt sé fyrir heilbrigðisvísindi að þessi börn séu skráð en einnig tengist þessi breyting rétti foreldra barna, sem andast eftir 22. viku meðgöngu, til fæðingarorlofs.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir