Lögregla beindi táragasi að flóttafólki á Lesbos

12.09.2020 - 13:02
epaselect epa08663350 Asylum seekers scuffle to get some water near the new camp at Kara Tepe on Lesbos island, Greece, 12 September 2020. Thousands of migrants and refugees are still without shelter following the successive fires at the Moria Reception and Identification Centre. A fire broke out in the overcrowded Moria Refugee Camp early 09 September 2020, destroying large parts of some 13,000 refugees' accommodations. The military camp which serves as a European Union's so-called 'hotspot' was designed to hold some 3,000 people, but has at times been the dwelling of some 20,000 refugees.  EPA-EFE/ORESTIS PANAGIOTOU
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Lögregla á grísku eyjunni Lesbos skaut táragasi að hælisleitendum sem áður voru hýstir í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni, en þær brunnu í vikunni.

Um þrettán þúsund manns sem höfðust við í búðum gerðum fyrir aðeins þrjú þúsund eru nú á vergangi víðs vegar um Lesbos. Flest þeirra eru enn í algjörri óvissu um næstu skref og í gær fór fólk að grípa til mótmæla á götum úti. 

Lögregla brást við í dag með því að beina táragasi að fólkinu, en endurbygging nýrra búða hefur tafist og á meðan hafa á tólfta þúsund manns verið á vergangi.

Tíu Evrópuríki hafa samþykkt að taka á móti um 400 börnum og ungmennum úr búðunum, en hjálparsamtök hafa biðlað til ríkjanna að það verði að gera meira fyrir fólkið.
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi