Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Fjarlægðu styttu af suðurríkjahermanni í beinni

12.09.2020 - 14:41
A bronze statue of an unnamed Confederate soldier, titled "At Ready," stands outside of the Albemarle County Courthouse on Thursday, Sept. 3, 2020, in Charlottesville, Va. The 1909 statue, two cannons and several cannonballs will be removed Sept. 12. (Erin Edgerton/The Daily Progress via AP)
 Mynd: AP
Borgaryfirvöld í Charlottesville í Virginíu-ríki Bandaríkjanna létu í dag taka niður styttu af suðurríkjahermanni sem stendur fyrir utan dómshús borgarinnar. Styttan var reist árið 1909, 44 árum eftir að borgarastríðinu lauk í landinu.

Styttan ber nafnið Reiðubúinn og sýnir hermann vopnaðan riffli. Hægt var að fylgjast með starfsmönnum borgarinnar fjarlægja styttuna í beinni útsendingu á Facebook og Twitter. 

Skammt frá dómshúsinu, þar sem styttan stóð, lét kona lífið og tugir særðust fyrir þremur árum þegar rúmlega tvítugur maður ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði safnast saman til að mótmæla göngu hvítra bandarískra þjóðernissinna í bænum.