
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Þetta sagði heilbrigðisráðherra Færeyja, Kaj Leo Holm Johannesen á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar í vikunni. Norðurlöndin þurfa að vera sveigjanlegri í garð hvers annars ætli þau að halda áfram að koma fram sem sjálfbærir samherjar segir ráðherrann.
Hann kveðst hafa skilning á að hvert ríki þurfi að gæta sín gagnvart útbreiðslu kórónuveirunnar en mikilvægt sé að opna landamæri umsvifalaust og ógnin af henni er að baki.
Fyrr í september fór ráðherrann þess á leit við norskan starfsbróður sinn að fjarlægja Færeyjar af lista yfir þau ríki þar sem útbreiðsla Covid-19 er mikil. Nú eru færri en tíu virk smit í eyjunum en enn eru þær á rauða listanum.
Norræna ráðherraráðið hittist á fjarfundi í vikunni, þar sem áskoranir og framtíðaráætlanir voru ræddar. Viðbrögð við heimsfaraldrinum voru ofarlega á baugi í máli ráðherranna.