Stórleikir í undanúrslitum bikarsins í nóvember

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Stórleikir í undanúrslitum bikarsins í nóvember

11.09.2020 - 09:19
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna og karla í fótbolta gærkvöld. KR og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitunum hjá körlunum í gærkvöld.

Í kvennaflokki verður stórleikur þegar ríkjandi bikarmeistarar Selfoss mæta Breiðabliki. Selfoss er einmitt eina liðið sem hefur tekist að vinna Breiðablik á leiktíðinni í deildinni. Í hinum undanúrslitaleiknum mæta KR-ingar norðankonum í Þór/KA. Leikið verður 1. nóvember á hlutlausum völlum.

Undanúrslit í karlaflokki verða þremur dögum seinna þann 4. nóvember. Í karlaflokki mætast Valur og ríkjandi Íslandsmeistarar KR í stórleik.  Í hinum undanúrslitaleiknum mætast FH og ÍBV sem leikur í næst efstu deild.

Bikarkeppnin hefur dregist á langinn vegna kórónuveirufaraldursins og því er leikið svo seint en vanalega klárast bikarkeppnirnar í ágúst eða september.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bikarmeistararnir slógu út Íslandsmeistarana