Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Metfjöldi smita á Spáni

11.09.2020 - 10:41
epa08658548 Children get hand sanitizer by a teacher as they arrive at Lopez Ferreiro school in Santiago de Compostela, Galicia, north-western Spain, 10 September 2020, during the first day of the school year in Galicia region. Protection against Covid19 in the new normality is the most important fact in the school this year.  EPA-EFE/Xoan Rey
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Hátt í tíu þúsund og átta hundruð kórónuveirusmit greindust á Spáni síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi þar í landi frá því að farsóttin braust þar út, að því er kemur fram í frétt spænska dagblaðsins El Pais. Þrátt fyrir að önnur bylgja faraldursins sé á uppleið tóku skólar að nýju til starfa í þessari viku eftir að hafa verið lokaðir síðastliðna sex mánuði.

Grunnskóla í bænum Zaldibar í Baskalandi var þó lokað að nýju eftir þriggja daga starf þegar nokkrir kennarar reyndust vera veirusmitaðir. Ekki er vitað hversu lengi 330 nemendur skólans þurfa að vera heima í þetta skiptið. Nokkuð hefur verið um að heilu bekkirnir hafi verið sendir heim þegar smit hafa komið upp, en þetta er í fyrsta sinn sem skóla er lokað, eftir því sem næst verður komist.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV