Hátt í tíu þúsund og átta hundruð kórónuveirusmit greindust á Spáni síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi þar í landi frá því að farsóttin braust þar út, að því er kemur fram í frétt spænska dagblaðsins El Pais. Þrátt fyrir að önnur bylgja faraldursins sé á uppleið tóku skólar að nýju til starfa í þessari viku eftir að hafa verið lokaðir síðastliðna sex mánuði.