Enginn greindist með innanlandssmit í gær

11.09.2020 - 11:10
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali
Enginn greindist með innanlandssmit í gær og aðeins einn bíður eftir mótefnamælingu eftir skimun á landamærunum. 49 eru nú í einangrun vegna innalandssmits, þar af einn á sjúkrahúsi. 2.404 eru í svokallaðri skimunarsóttkví sem þýðir að þeir eru að bíða eftir seinni sýnatökunni eftir komuna til landsins. Ekki hafa jafn fáir verið í einangrun vegna innalandssmits síðan í lok júlí.

Þetta er í samræmi við spálíkan Háskóla Íslands þar sem auknar líkur eru á að engin smit greinist og að daglegur fjöldi nýgreindra verði á bilinu 1 til 4 smit næstu þrjár vikur. 

Thor Aspelund, prófessor, sagði aðra bylgju faraldursins vera jafnlanga og þeirri fyrstu og það kæmi honum á óvart hvað hún gengi hægt niður.

 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi