Maður var handtekinn í húsi á Akureyri á fimmta tímanum í dag. Hann ruddist þar inn og var að gramsa í dóti þegar íbúar urðu hans varir. Maðurinn lagði þá með hnífi til húsráðanda en sá yfirbugaði hann án þess að verða fyrir líkamstjóni. Lögreglumenn og sérsveit lögreglunnar voru kölluð út og handtóku manninn.