Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Lagði til húsráðanda með hnífi

09.09.2020 - 18:16
default
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Maður var handtekinn í húsi á Akureyri á fimmta tímanum í dag. Hann ruddist þar inn og var að gramsa í dóti þegar íbúar urðu hans varir. Maðurinn lagði þá með hnífi til húsráðanda en sá yfirbugaði hann án þess að verða fyrir líkamstjóni. Lögreglumenn og sérsveit lögreglunnar voru kölluð út og handtóku manninn.

Maðurinn var fluttir í fangaklefa og er þar í gæslu fangavarða, eins og lögreglumenn lýstu því. Fangelsinu á Akureyri verður lokað um miðjan mánuðinn. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV