Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fækkað í Bandaríkjaher í Írak

09.09.2020 - 13:41
epa03037410 Staff Sergeant Prince House from the 3rd Brigade Combat Team, 1st Cavalry Division rides in a Mine Resistant Ambush Protected (MRAP) vehicle on the way to cross the Kuwaiti border as part of the last U.S. military convoy to leave Iraq, 18 December 2011. The last convoy of U.S. soldiers pulled out of Iraq on Sunday, ending nearly nine years of war that cost almost 4,500 American and tens of thousands of Iraqi lives and left a country still grappling with political uncertainty.  EPA/LUCAS JACKSON / POOL
 Mynd: EPA - Reuters
Fækkað verður í liði Bandaríkjahers í Írak úr 5.200 í 3.000, að því er varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnti í dag. Ákvörðunin er í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trumps foreseta um að fækka hermönnum á átakasvæðum í fjarlægum ríkjum.

Kenneth McKenzie, yfirmaður bandaríska herliðsins í Miðausturlöndum, segir að ákvörðunin  hafi verið tekin í samráði við stjórnvöld í Írak. Talið sé að innlendar öryggissveitir geti tekið við hlutverki bandarísku hermannanna. Áætlað er að liðsflutningunum ljúki fyrir næstu mánaðamót.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV