Þrýst á hvítrússnesk yfirvöld að láta mótmælendur lausa

epa08611083 (L- to R) Former director of the Kuplovsky theater Pavel Latushko, representative of Belarusian politician Viktor Babariko's campaign office Maria Kolesnikova, confidant of ex-presidential candidate Svetlana Tikhanovskaya Olga Kovalkova, lawyer Maxim Znak, coordinator of the strike of the Minsk Tractor Plant (MTZ) Sergei Dylevsky attend a press conference of the Coordination Council of the Belarusian opposition in Minsk, Belarus, 18 August 2020. The Belarus opposition has called for a general strike from 17 August, a day after tens of thousands of demonstrators gathered in the capital Minsk in peaceful protest. Long-time president Lukashenko, in a defiant speech on 16 August, rejected calls to step down amid mounting pressure after unrest erupted in the country over alleged poll-rigging and police violence at protests following election results claiming that he had won a landslide victory in the 09 August elections.  EPA-EFE/TATIANA ZENKOVICH
Olga Kovalkova er í miðjunni og Sergei Dylevsky lengst til hægri. Mynd af blaðamannafundi ráðsins á dögunum.  Mynd: EPA
Evrópusambandið krefst þess að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi láti þegar í stað laus sex hundruð mótmælendur sem enn sitja í haldi. Sömuleiðis er þess krafist að upplýst verði um afdrif Mariu Kolesnikovu.

„Evrópusambandið mun beita þau sem bera ábyrgð á ofbeldi, kúgun og fölsun á kosningaúrslitum refsiaðgerðum,“ segir Josep Borell sendiherra Evrópusambandsins.

Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands segir 633 hafa verið handtekin á sunnudag eftir mestu mótmæli undanfarinna vikna.

Yfirvöld í Þýskalandi og Bretlandi kalla sömuleiðis eftir upplýsingum um hvar stjórnarandstöðukonan Maria Kolesnikova er niðurkomin. Hún var handtekin á götu úti í Minsk í fyrrinótt. Svartklæddir menn eru sagðir hafa gripið hana og troðið henni inn í sendibíl merktan orðinu „Boðskipti“.

Utanríkisráðherrar ýmissa landa segja handtökuna óásættanlega og hvetja stjórnvöld í Hvíta Rússlandi til að sjá til þess að Kolesnikova snúi aftur heilu og höldnu.

Svetlana Tikanovskaja segist ekki vita neitt um afdrif Kolesnikovu né hvar hún sé stödd. Hinsvegar eflist mótmælendur við alla tilburði stjórnvalda við að valda þeim geig.

Kolesnikova er meðlimur í samhæfingaráði stjórnarandstöðunnar sem hvetur til friðsamlegra valdaskipta í Hvíta-Rússlandi í kjölfar þess að Tikanovskaja bar brigður á réttmæti endurkjörs Lúkasjenkós forseta 9. ágúst síðastliðinn.

Tveir aðrir úr ráðinu eru sagðir horfnir, þeir Anton Rodnenkov og Ivan Kravtsov. Lögregla í Hvíta-Rússlandi segist ekki hafa þá í haldi.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi