Hallfríður Þóra Tryggvadóttur, leikhúsframleiðandi og markaðsstjóri, var mjög ánægð að hafa fengið það verkefni að hlusta á plötuna Folklore. „Ég hefði líklega seint annars hlustað á þessa plötu. Ég vissi ekki að platan væri gerð í samstarfi við liðsmann National og Bon Iver væri með eitt lag á henni.“ Handritshöfundurinn og leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen er eins og Flosi búinn að vera aðdáandi frá því platan Red kom út árið 2012. „Þetta er mjög góð haustplata,“ segir hann um Folklore og bætir við að Swift sé mjög góður lagahöfundur. „Þó að tónninn á Folklore sé aðeins öðruvísi eru öll einkenni hennar til staðar, þetta er algjör Taylor Swift-plata.“