Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Sterkar lagasmíðar og fullorðins textar á Folklore

Mynd: EPA-EFE / EPA

Sterkar lagasmíðar og fullorðins textar á Folklore

08.09.2020 - 09:00

Höfundar

Taylor Swift er alvöru listamaður með flotta texta og vex með hverri plötu, að mati tónlistarmannsins og Hamverjans Flosa Þorgeirssonar. Hann og aðrir farþegar Lestarklefans jusu lofi yfir nýjustu breiðskífu Swift, Folklore.

Hallfríður Þóra Tryggvadóttur, leikhúsframleiðandi og markaðsstjóri, var mjög ánægð að hafa fengið það verkefni að hlusta á plötuna Folklore. „Ég hefði líklega seint annars hlustað á þessa plötu. Ég vissi ekki að platan væri gerð í samstarfi við liðsmann National og Bon Iver væri með eitt lag á henni.“ Handritshöfundurinn og leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen er eins og Flosi búinn að vera aðdáandi frá því platan Red kom út árið 2012. „Þetta er mjög góð haustplata,“ segir hann um Folklore og bætir við að Swift sé mjög góður lagahöfundur. „Þó að tónninn á Folklore sé aðeins öðruvísi eru öll einkenni hennar til staðar, þetta er algjör Taylor Swift-plata.“

Umræður um menningu og listir.
Fjallað er um Sloastalgia, Tenet og Folklore með Taylor Swift. Í Lestarklefanum verður fjallað um Solastalgia, Tenet og Folklore með Taylor Swift. Gestir þáttarins eru
Erlingur Óttar Thoroddsen, handritshöfundur og leikstjóri, Halla Tryggvadóttir, markaðsfulltrúi hjá Lincoln Center og Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.
 Mynd: RÚV
Gestir Lestarklefans voru yfir sig hrifin af Folklore.

Flosi bendir á að fyrstu plötur hennar hafi verið hreinræktað kántrí en síðan hafi hún farið um víðan völl með viðkomu í hipphoppi og poppi. Erlingur vekur athygli á að með því að gefa plötuna út án aðdraganda veiti það stórri poppstjörnu eins og Swift meira frelsi að gera eitthvað nýtt. „Þetta sé bara tónlistin sem hún vildi gera akkúrat á þessum tíma. Hún er að búa sér til frelsi til að gera það sem hún vill, frekar en bara vera með hittara.“ Flosi segir að það hafi alltaf verið indítaug í tónlist Swift, ekki síst í textunum. Hallfríður segir plötuna langt og metnaðarfullt verk. „Það sem mér finnst skemmtilegt við þetta er að hún átti að vera að túra með nýja plötu - en er í sóttkví eins og allur heimurinn. Þetta verk er mjög þakklátt fyrir marga sem eru bara heima hjá sér leiðir, og hafa kannski ekki lyst á poppi.“

Anna Marsibil Clausen tók á móti Erlingi Óttari Thoroddsen, handritshöfundi og leikstjóra, Hallfríði Þóru Tryggvadóttur, leikhúsframleiðanda og markaðsstjóra, og Flosa Þorgeirssyni, tónlistarmanni og hlaðvarpsstjórnanda, í Lestarklefanum.

Tengdar fréttir

Tónlist

Óvænt plata Taylor Swift fljót að setja met

Taylor Swift á tvífara í heimabæ sínum

Popptónlist

Taylor Swift slær gamalt met Michaels Jackson

Tækni og vísindi

Taylor Swift og bottinn sem varð nasisti