
Krabbameinsfélagið krefst að fréttir verði fjarlægðar
Krabbameinsfélagið hefur legið undir ámæli fyrir að hafa greint frá því að mistökin hafi verið gerð af einum starfsmanni. Í frétt á vef félagsins segir að það hafi ekki verið gert til að koma sök á starfsmanninn, heldur til að skýra í hverju mistökin fólust.
Þegar málið kom til tals í fjölmiðlum hafi félagið gert allt sem í valdi þess stóð til að forðast að draga starfsmanninn inn í umræðuna. Þá hafi félagið aldrei haldið því fram að viðkomandi starfsmaður bæri þessa ábyrgð heldur tekið á sig fulla ábyrgð.

Í gær afhentu Sjúkratryggingar Íslands Krabbameinsfélaginu skjal, þar sem fjallað er um árangur af þjónustusamningi Sjúkratrygginga við félagið, en María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga sagði í fréttum Sjónvarps í gær að fara þurfi yfir hvernig skjalið kom til, hverjir sáu það og í hvaða ferli það fór.
Skjalið verður rætt á sameiginlegum fundi með landlækni í dag en Krabbameinsfélagið hefur krafist þess að sjúkratryggingar afhendi félaginu gögn um hæfni þess til að sinna hlutverki sínu eftir að Tryggvi Björn Stefánsson skurðlæknir sagði í Kastljósi á fimmtudagskvöld að hann hefði upplýsingar um að gæðaeftirilit og skráning væri í molum.