Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Hafa farið yfir þriðjung sýnanna 6.000

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur nú farið yfir rúman þriðjung af þeim 6.000 sýnum sem ákveðið var að endurskoða eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 

Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, upplýsingafulltrúi Krabbameinsfélagsins, segir í samtali við Fréttastofu að alls hafi verið farið yfir 2.200 sýni. Þegar hafi verið haft samband við 52 konur sem fengu ranga niðurstöðu og þær kallaðar aftur til sýnatöku.

Hún segir óvíst hvenær yfirferð sýnanna 6.000 verður lokið, reynt sé að flýta verkinu eftir föngum.