Nú eru að eins fjögur virk kórónuveirusmit í Færeyjum. Siðastliðinn miðvikudag var tilkynnt að hætt yrði að skrásetja veikindi rússneskra sjómanna sem færeysk kórónuveirutilfelli.
Samkvæmt því sem segir á vef Kringvarpsins færeyska teljast 29 rússneskir sjómenn á togaranum Yantarnyy ekki lengur með virkum smitum í Færeyjum. Togarinn liggur þó enn við festar í Nólsoyarfirði.
Smitaðir útlendingar eru fjarlægðir af listum færeyskra heilbrigðisyfirvalda eftir fjórtán daga. Sjö eru í sóttkví og einn liggur á sjúkrahúsi með Covid-19.
Alls hafa 103 þúsund kórónuveirupróf verið gerð í Færeyjum.