Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ekkert lát á eldunum í Kaliforníu

08.09.2020 - 09:37
Firefighters Nick Grinstead and Trevor While battle the Creek Fire in the Shaver Lake community of Fresno County, Calif., on Monday, Sept. 7, 2020. (AP Photo/Noah Berger)
Slökkvilismenn að störfum í Kaliforníu. Mynd: ASSOCIATED PRESS - FR34727 AP
Ekkert lát er á skógareldunum í Kaliforníu og er óttast að þeir færist enn í aukana í dag vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Þótt hitinn eigi að lækka í dag er spáð hvössum vindi sem eykur hættuna á að eldarnir breiðist út.

Síðan þeir kviknuðu um miðjan síðasta mánuð hafa um átta þúsund ferkílómetrar lands brunnið. Átta hafa farist í eldunum. Um 14.000 slökkviliðsmenn berjast nú við elda á tuttugu og fjórum stöðum í Kaliforníu.

Mestir eru eldarnir í Sierra-fjöllum, sem hófust síðastliðinn föstudag, en þar hafa hátt í þrjátíu og tvö þúsund hektarar orðið eldi að bráð.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV