Næst flest staðfest smit á Indlandi

07.09.2020 - 08:01
epa08643808 A paramedic places nasal swab sample into a container for Rapid Antigen test of government employee for COVID-19 in Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 03 September 2020. The administration has started conducting Covid-19 test of the employees in the government offices.  EPA-EFE/FAROOQ KHAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Indland er komið í annað sæti ríkja með flest staðfest kórónuveirusmit á eftir Bandaríkjunum. Yfir 90 þúsund greindust þar með kórónuveirusmit síðasta sólarhring.

Staðfest smit á Indlandi eru nú ríflega 4,2 milljónir um tveimur milljónum færri en í Bandaríkjunum. Brasilía er í þriðja sæti með 4,1 milljón staðfestra smita.

 

Þrátt fyrir fjölgun smita ætla stjórnvöld á Indlandi að slaka á ýmsum þeim ráðstöfunum sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins og í morgun hófust á ný ferðir jarðlesta í höfuðborginni Nýju Delí eftir fimm mánaða hlé.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi