„Glöggir menn geta komist að því hver á í hlut“

Mynd: Matthias Zomer / Pexels

„Glöggir menn geta komist að því hver á í hlut“

07.09.2020 - 12:32

Höfundar

Á dögunum kom út bókin Ástarsögur íslenskra karlmanna sem er safn sagna úr veruleikanum sem þau María Lilja Þrastardóttir, Bjarni Þorsteinsson og Rósa Björg Bergþórsdóttir hafa tekið saman. Rósa Björg segir að bókin hafi verið rökrétt framhald eftir að hún og María Lilja gáfu út Ástarsögur íslenskra kvenna árið 2016.

„Það tók töluvert lengri tíma að safna sögum karlanna,“ segir Rósa Björg í samtali við Morgunútvarpið. Bjarni Þorsteinsson útgefandi tekur undir að það hafi gengið erfiðlega að safna sögunum en hann tók sjálfur virkan þátt í leitinni. „Karlar virðast tala öðruvísi um sín mál við karla en konur. Meðan konurnar voru að fá ansi groddalegar sögur gekk mér betur að fá einlægar ástarsögur frá körlunum sem ég hafði samband við.“ 

Rósa segir að sögurnar spanni vítt svið. „Í rauninni bara allt. Sársauki og gleði, þær eru fallegur og ljósbláar. Það var sama í ástarsögum íslenskra kvenna, mjög mikil breidd og alls ekkert fyrirsjáanlegt eins og maður hefði haldið.“ Allar sögurnar eru nafnlausar fyrir utan eitt ástarljóð frá 1948. „Þó held ég allavega í einu tilfelli geti glöggir menn komist að því hver á í hlut,“ segir Bjarni.

Hulda Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson ræddu við Bjarna Þorsteinsson og Rósu Björgu Bergþórsdóttur í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Lengsta ástarbréf Íslandssögunnar er fjórir metrar

Bókmenntir

Það er ekkert líf án ástar

Bókmenntir

Fimm fjörlegar hinsegin skáldsögur

Bókmenntir

„Gott að byrja þarna“