Fyrsti stigameistaratitill Dustin Johnson

epa06817410 Dustin Johnson of the US hits from the fairway on the seventeenth hole during the final round of the 118th US Open Championship at Shinnecock Hills Golf Club in Southampton, New York, USA, 17 June 2018.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA

Fyrsti stigameistaratitill Dustin Johnson

07.09.2020 - 22:15
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson vann í dag TOUR Championship mótið og varð um leið stigameistari á PGA mótaröðinni í golfi árið 2020.

Leikið var á East Lake golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Fyrir lokahringinn sem var í dag var Johnson með fimm högga forystu á Bandaríkjamennina Xander Schauffele og Justin Thomas sem veittu honum einmitt mestu keppnina í dag.

Fyrir lokaholuna var Johnson með tveggja högga forystu á Schauffele en Thomas var þá þremur höggum á eftir Johnson og ekki lengur með raunhæfan möguleika á sigri.

Þetta er fyrsti stigameistaratitill Dustin Johnson á PGA mótaröðinni.

Fyrir sigurinn fær Dustin Johnson fimmtán milljónir bandaríkjadala í verðlaunafé eða rétt rúmlega tvo milljarða íslenskra króna.