Ekkert smit greindist innanlands í gær

07.09.2020 - 11:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ekkert nýtt smit greindist innanlands í gær, í fyrsta sinn frá 30. ágúst. Einstaklega fá sýni voru greind. Fimm smit greindust við landamærin, eitt virkt smit úr fyrri skimun og eitt úr seinni skimun en þrír bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.

123 sýni voru tekin innanlands og hafa ekki verið svo fá síðan 28. júlí. 1.250 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Nýgengi smita innanlands er nú 12,5 og hefur lækkað frá því í gær þegar það var 14,2. Nýgengi landamærasmita hækkaði í dag úr 7,1 í 7,4. 

 
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi