Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Cyber - Vacation

Mynd: Cyber / Vacation

Cyber - Vacation

07.09.2020 - 14:08

Höfundar

Sögu hljómsveitarinnar Cyber má rekja til ársins 2012 þegar sveitin var stofnuð sem þrassrokk/diskó-hljómsveit. Í dag er Cyber dúett þeirra Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakelar. Þær hafa gefið út þröngkskífurnar Crap árið 2016 og Bizness 2018, breiðskífuna Horror árið 2017. Vacation er svo nýkomin út og hún er plata vikunnar á Rás 2.

Vacation er önnur breiðskífa tvíeykisins Cyber. Sögusvið plötunnar er ímyndaður strandbær og einfalt myndmál er notað til þess að mála Vacation-heiminn: hvítur sandur, blár sjór, bleikt hótel.

Á þessum lykilstaðsetningum skoðum við kvíða, afneitun og sjálfsflótta í gegnum augu söguhetju plötunnar. Þrátt fyrir þungar undiröldur er platan sú allra bjartasta, líflegasta og poppaðasta frá CYBER hingað til.

Meðal gesta á Vacation eru GDRN og JFDR, sem dansa ásamt Cyber með maskara niður á kinn á strandbar, liggja eðalþunnar á ströndinni, gæða sér á morgunverðarhlaðborði og læra að sleppa takinu.

Vacation er plata vikunnar á Rás 2 og verður spiluð í heild sinni eftir 10-fréttir í kvöld ásamt kynningum á lögunum frá Sölku og Jóhönnu Rakel.

Mynd með færslu
Cyber - Vacation