Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Gul veðurviðvörun í nótt

06.09.2020 - 15:59
Mynd með færslu
 Mynd: vedur.is
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nótt. Á Austurlandi að Glettingi tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir í sólarhring. Þar er spað vestan- og norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum við fjöll sem verða allt að 30 metrar á sekúndu.

Á Austfjörðum verður viðvörunin einnig í gildi í sólarhring, frá klukkan þrjú í nótt. Þar er spáð vestanhvassviðri eða stormi, vestan 15 til 23 metrum á sekúndu, með vindhviðum sem verða allt að 35 metrar á sekúndu. Ökumenn eru hvattir til að fara alvarlega, einkum ef ökutæki eru viðkvæm í vindi.

Einnig er spáð vestanhvassviðri eða stormi á Suðausturlandi, vestan 15 til 23 metrum á sekúndu. Vindhviður í Öræfum og Mýrdal gætu orðið að 35 metrum að sekúndu. Þar eru ökumenn einnig hvattir til að sýna aðgát. Þar gildir viðvörunin frá miðnætti í kvöld og til klukkan 18:00 á morgun.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir