Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi í nótt

05.09.2020 - 21:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Það gengur í hvassa suðaustanátt með hviðóttum vindi á norðanverðu Snæfellsnesi í nótt og fyrramálið, sem getur verið varasamt ökutækjum sem verða óstöðug í vindi, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Spáð er hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, spáð er 5 til 10 metrum á sekúndu og dálítilli væta suðvestan til undir miðnætti, en mun hvassara verður á norðanverðu Snæfellsnesi í nótt. Hægara og bjartviðri norðaaustan til.

Með morgninum er spáð suðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu, hvassast í vindstrengjum norðavestan til. Rigning verður í flestum landshlum, talsverð sunnan- og vestanlands. Fólk er hvatt til að hreinsa vel niðurföll og ræsi, svo að regnvatn eigi greiða leið.

Úrkomuminna verður norðaustanlands fram eftir degi á morgun. Suðvestlægari átt um kvöldið og dregur úr vætu sunnan- og vestanlands, hvassast verður syðst á landinu. Hitinn verður 8 til 16 stig að deginum, hlýjast norðaustanlands. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir