Harðneitar að hafa hæðst að föllnum hermönnum

epa07738513 US President Donald J. Trump takes questions from members of the news media before departing the South Lawn of the White House by Marine One, in Washington, DC, USA, 24 July 2019. Before leaving for a fundraising event in West Virginia, Trump spoke on the testimony of Robert Mueller before back-to-back Congressional hearings on Russian interference into the 2016 election, and possible efforts by President Trump to obstruct Mueller's investigation.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ekkert hæft í því að hann hafi óvirt og lítillækkað bandaríska hermenn sem fallið hafi í bardögum eða verið teknir til fanga. Tímaritið The Atlantic skýrði frá því að Trump hefði fyrir tveimur árum hætt við heimsókn í bandarískan grafreit nærri París með þeim ummælum að þar væri lið sem hefði tapað (losers).

Forsetinn harðneitar

AP fréttastofan segir að tveir háttsettir herforingjar hafi staðfest að Trump hafi látið sér þetta um munn fara. Forsetinn neitaði algerlega að hafa sagt þetta.

„Þetta er alger lygi, þetta eru falsfréttir og svívirða.“

Trump sagði einnig að The Atlantic væri hræðilegt tímarit sem hann læsi ekki. New York Times segir að forsetinn hafi gengið til fréttamanna eftir að forsetaflugvélin var nýlent og verið heitt í hamsi. Trump ítrekaði í dag í tísti að þetta væru falsfréttir. 

Sagt að vont veður hefði komið í veg fyrir heimsókn í garðinn

Hætt var við heimsókn forsetans í grafreitinn er hann var í heimsókn í Frakklandi árið 2018 og var það sagt á þeim tíma vegna þess að veður væri of vont. Samkvæmt frásögn The Atlantic, sem tímaritið segir fjóra heimildarmenn staðfesta, hafi forsetinn hætt við heimsóknin í Aisne-Marne hermannagrafreitinn vegna þess að vindur myndi eyðileggja hárgreiðslu hans og hann teldi ekki mikilvægt að heiðra fallna hermenn. 

Lýsti föllnum landgönguliðum sem aumingjum

The Atlantic segir einnig að Trump hafi í Frakklandsheimsókninni lýst 1800 bandarískum hermönnum sem féllu í orrustunni í Belleau-skógi árið 1918 sem aumingjum, suckers. Orrustan í Belleau-skógi var fyrsta stórorrustan þar sem bandarískir hermenn tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Orrustan skipar stóran sess í sögu bandaríska landgönguliðsins (US Marines).

Stuðningur hermanna mikilvægur

Í frétt New York Times segir að stuðningur hermanna sé mikilvægur fyrir forsetann. Samkvæmt könnun sem Military Times gerði nýlega hefur sá stuðningur minnkað frá kosningunum 2016. Samkvæmt könnuninni segjast fleiri hermenn nú ætla að kjósa Joe Biden, frambjóðanda Demókrata.

 

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi