Atvinnuleysi minnkar vestanhafs

04.09.2020 - 16:49
epa08639721 A shopper walks past a J. Jill store at Fashion Centre at Pentagon City, a shopping mall in Arlington, Virginia, USA, 01 September 2020. Women's clothing retailer J. Jill Inc. announced that it intends to file for bankruptcy in ten days if it fails to get permission from the large majority of its lenders to extend the retailer's debt maturities. Numerous retail companies have filed for bankruptcy as a result of the coronavirus COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mikið dró úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. 1,4 milljónir nýrra starfa urðu til og atvinnuleysi féll úr 10,2 prósentum í 8,4 prósent. Það er mun jákvæðari þróun á vinnumarkaði en búist hafði verið við.

Þetta þykja góð tíðindi fyrir Donald Trump forseta sem hefur átt á brattan að sækja í skoðanakönnunum í aðdraganda forsetakosninga. Enda fagnaði hann frábærum tölum um störf eins og hann orðaði það á Twitter. Þó er bent á að um fjórðungur nýrra starfa varð til hjá hinu opinbera, þar á meðal mörg tímabundin störf við gerð manntals.

Störfin sem eru í boði á bandarískum vinnumarkaði eru 11,5 milljónum færri en þau voru í febrúar, áður en kórónuveirufaraldurinn veikti mjög efnahagslífið.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi