Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Reiknar út kolefnisfótspor hvers og eins

03.09.2020 - 11:15
Mynd: Rúv / Samsett mynd
„Þetta er eins og að stíga á vigtina, maður sér tölur sem maður vill kannski ekki sjá“ segir Gunnar Hansson dagskrárgerðarmaður þegar hann var fenginn til að prófa Kolefnisreikninn, reikniforrit á netinu sem sýnir stærð kolefnisspors hvers og eins út frá ferðamáta, húsnæði, mat og neyslu. Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu og Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR, sem komu að gerð reiknisins, benda á að samt megi auðveldlega losa sig við heil tvö tonn.

Einungis þurfi að breyta lifnaðarháttum örlítið og það muni um minna. Reiknirinn er einfaldur í notkun og sjá má hvernig maður stendur sig miðað við meðal Íslendinginn og hvað þurfi að breytast vilji maður fylgja viðmiðum Parísarsáttmálans. Sigurður og Hólmfríður segja Íslendinga í einstakri stöðu því í raun og veru þurfi þeir bara að breyta neyslunni sinni. Hér séu húsnæði rekin meira og minna á umhverfisvænni orku. Það séu því gríðarleg sóknarfæri sem reiknirinn sýni fólki hvernig megi ná.

Rætt var um kolefnisreikninn, kolefnisreiknir.is og aðferðafræðina sem liggur að baki í Samfélaginu á Rás 1.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að ofan. 

thorhildurg's picture
Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir
dagskrárritstjórn