Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rakhmon sækist eftir endurkjöri

03.09.2020 - 09:58
epa04840010 Tajikistan's President Emomali Rakhmon arrives for the welcome ceremony for the SCO heads of states during the SCO (Shanghai Cooperation Organisation) summit in Ufa, the capital of Bashkortostan republic, Russia, 10 July 2015. Ufa is hosting SCO summit on 10 July.  EPA/BRICS /SCO PHOTOHOST / RIA NOVOSTI / POOL
Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan. Mynd: EPA - RIA NOVOSTI POOL
Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan, sækist eftir endurkjöri í forsetakosningum sem fram fara í landinu 11. október. Rakhmon, sem er 67 ára, hefur verið við völd í Tadsíkistan hátt í þrjá áratugi.

Hann hefur haldið þar um stjórnartaumana frá 1992 og gegnt embætti forseta frá 1994. Verði hann endurkjörinn eins og líklegt þykir, getur hann setið á forsetastóli í sjö ár í viðbót.

Elsti sonur forsetans, Rustan Emomali, er talinn líklegur arftaki hans þegar þar að kemur, en hann var fyrr á þessu ári skipaður forseti öldungadeildar þingsins í Tadsíkistan og varð þar með staðgengill forseta.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV