Kim og Kylie ögra í áður óséðu tónlistarmyndbandi Tyga

Mynd með færslu
 Mynd: elirussellinnetz - Instagram

Kim og Kylie ögra í áður óséðu tónlistarmyndbandi Tyga

03.09.2020 - 10:22
Kim Kardashian og Kylie Jenner eru í aðalhlutverki í áður óséðu tónlistarmyndbandi rapparanna Kanye West og Tyga sem lekið var á netið í vikunni.

Tónlistarmyndbandið er við þriggja ára gamalt lag, „Feel Me“, sem kom út árið 2017 og er með rapparanum Tyga en Kanye West kemur einnig fram á laginu. Á þeim tíma var Tyga með Kylie Jenner og hún og systir hennar Kim, eiginkona Kanye, eru því stjörnur í myndbandinu, sem kom svo aldrei út. 

Í gær ákvað hins vegar leikstjóri myndbandsins, Eli Russel Linnetz, að birta það á Instagramsíðunni sinni með textanum „Ég leikstýrði þessu fyrir þremur árum, engin hefur séð þetta áður.“ Systurnar eru fáklæddar í myndbandinu og virðast vera staddar á risatrukka kappakstursbraut þar sem þær eru sjálfar risavaxnar. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by eli russell linnetz (@elirusselllinnetz) on

Myndbandið hefur vakið talsverða athygli á Internetinu og þá sérstaklega lok myndbandsins þar sem Kylie gengur út úr klofi systur sinnar, líkt og um fæðingu væri að ræða. Í viðtali við E! staðfestir Linnetz að sá væri tilgangurinn og hann merkti ris Kylie til frægðar. „Það væri engin Kylie án Kim,“ bætir hann við. Í viðtalinu lýsir hann því sömuleiðis yfir að ástæða þess að myndbandið hefði aldrei verið birt væri sú að Tyga og Kylie hættu saman stuttu eftir að það var tekið upp. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Kanye West og glíman við geðhvörfin

Stjórnmál

Kanye West tilkynnir forsetaframboð

Dagur í lífi Kylie Jenner