Facebook bannar pólitískar auglýsingar fyrir kosningar

03.09.2020 - 15:43
Mynd með færslu
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Facebook tilkynnti í dag að engar pólitískar auglýsingar yrðu leyfðar á vefsíðunni síðustu vikuna fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Í færslu frá Mark Zuckerberg forstjóra Facebook í dag segir að ekki sé hægt að líta svo á að þessar kosningar fari fram á venjulegum tímum, fyrirtækinu beri að vernda lýðræðið, það verði að aðstoða fólk við að skrá sig á kjörskrá og greiða atkvæði og gera sitt til að minnka hættu á ofbeldi og óróa.

Zuckerberg sagði síðasta haust að fyrirtækið bæri tvenns konar ábyrgð gagnvart tjáningarfrelsi; að fjarlægja færslur ef af þeim stafaði veruleg hætta en jafnframt skilgreina tjáningarfrelsið eins vítt og mögulegt væri.

Fréttaskýrendur telja að líta megi á auglýsingabann Facebook sem viðbrögð við ótta margra um að mikið verði um falsfréttir og rangar upplýsingar í aðdraganda kosninganna í nóvember.
 

 

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi