Tónlistarmaðurinn Reel 2 Real látinn

Erick Morillo plötusnúður og tónlistarmaður lést 1. september 2020. Hann átti að mæta fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot nokkrum dögum síðar.
 Mynd: Wikimedia Commons

Tónlistarmaðurinn Reel 2 Real látinn

02.09.2020 - 06:13

Höfundar

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Erick Morillo sem gekk meðal annars undir listamannsnafninu Reel 2 Real fannst látinn á heimili sínu í Miami í gær.

Morillo eða Reel 2 Real er þekktastur fyrir lagið I Like to Move it sem kom fyrst út á tíunda áratug síðustu aldar sem hann gaf út ásamt söngvaranum The Mad Stuntman frá Trínídad.

Lagið gekk í endurnýjun lífdaga þegar það var notað í teiknimyndinni Madagascar fyrir fimmtán árum.

Andlát Morillos ber að örfáum dögum áður en hann átti að standa frammi fyrir dómara ákærður fyrir kynferðisbrot. Lögregla á Miami segir ekkert benda til að dauði Morillos hafi orðið með ólögmætum hætti.