Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Neymar með kórónuveiruna

epa07066967 Neymar of Paris Saint Germain celebrates after scoring the his second goal during the UEFA Champions League Group C soccer match between Paris Saint Germain and FC Red Star Belgrade at the Parc des Princes stadium in Paris, France, 03 October
 Mynd: EPA

Neymar með kórónuveiruna

02.09.2020 - 13:48
Þrír leikmenn franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain hafa verið greindir með kórónuveiruna. Einn þremenningana en brasilíski landsliðsmaðurinn Neymar.

Greint er frá þessu á franska fjölmiðlinum L'Équipe. Auk Neymars eru Argentínumennirnir Ángel di Maria og Leandro Paredes sýktir af veirunni. Þremenningarnir greindust jákvæðir eftir skimun í kjölfar heimkomu frá Ibiza þar sem þeir voru í stuttu fríi.

Neymar, Di Maria og Paredes fara allir í einangrun í eina viku og ósennilegt að þeir verði með PSG þegar liðið mætir Lens í frönsku deildinni 10. september.