Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kennedy þurfti að láta í minni pokann í Massachusetts

epa08640482 Democratic candidate for United States Senate, Representative Joe Kennedy III, speaks at his campaign headquarters after conceding in Watertown, Massachusetts, USA, 01 September 2020.  EPA-EFE/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Kennedy III varð að láta í minni pokann fyrir öldungadeildarþingmanninum Ed Markey í forvali Demókrata í Massachusetts.

Joe Kennedy er fyrstur sinna ættmenna til að bíða ósigur í ríkinu þegar tekist er á um framboðssæti til Bandaríkjaþings. 

Bæði Demókratar og Repúblikanar í ríkinu völdu frambjóðendur sem berjast um níu fulltrúadeildarsæti og eitt sæti í öldungadeildinni. Líklegt er talið að Markey haldi sæti sínu í öldungadeildinni.

Kennedy, sem er barnabarn Roberts heitins Kennedy, tilkynnti fyrir ári að hann hygðist takast á við Markey og var þá álitinn sigurstranglegur. Markey, sem þykir frjálslyndur mjög, hafði sigur studdur af sterkum Demókrötum á borð við öldungardeildarþingmanninn Elizabeth Warren og fulltrúadeildarþingmanninn Alexandriu Ocasio-Cortez.

Talsverður aldursmunur er á frambjóðendunum, Kennedy er 39 ára og Markey 74. Þeim síðarnefnda tókst þó betur að höfða til yngri kjósenda í Massachusetts.