Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Franskir hermenn í Malí felldu óbreyttan borgara

02.09.2020 - 01:06
Erlent · Frakkland · Goa · hernaður · Malí
epa04226904 Members of the Dutch Commando Corps patrol from Gao to the village of Ansongo to support the UN peacekeeping mission in Mali, 26 May 2014. The Dutch soldiers are based in camp Castor near Goa, Mali.  EPA/EVERT-JAN DANIELS
 Mynd: EPA - ANP
Franskir hermenn skutu óbreyttan borgara til bana í Malí í dag og særðu tvo aðra. Atvikið átti sér stað um 50 kílómetra frá borginni Goa í norðurhluta landsins þar sem hefur verið afar róstursamt.

Hermennirnir tilheyra frönskum hersveitum sem hafa barist við íslamska vígamenn á svæðinu.

Þeir segjast hafa skotið aðvörunarskotum til að stöðva rútu sem fólkið sat í. Kúlur hafi endurkastast af veginum og inn í rútuna með þeim afleiðingum að þrennt særðist. Einn lést síðar á sjúkrahúsi.

Frönsku hermennirnir segja ökumann rútunnar ekki hafa sinnt kröfu þeirra um að nema staðar. Eigandi rútufyrirtækisins hefur mótmælt frásögn hermannanna og segir ökumanninn hvorki hafa neita að stöðva hafi hann heyrt viðvörunarskotin.