Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Samþykkti að styrkja fjölmiðla um 400 milljónir

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Samtals verður 400 milljónum varið til verkefnisins. Alls bárust 26 umsóknir um styrk og 23 þeirra uppfylltu skilyrði um stuðning.

Hæsta styrkinn fær Árvakur hf., sem gefur út Morgunblaðið og rekur mbl.is og útvarpsstöðina K100. Alls fær fyrirtækið rétt tæpar 100 milljónir.

Næsthæsta styrkinn fær Sýn hf. sem rekur meðal annars Stöð 2, Bylgjuna og vísi.is, rúmlega 91 milljón.

Þriðja hæsta styrkinn, 64,7 milljónir, fær Torg ehf. sem gefur meðal annars Fréttablaðið út. 

Birtingur sem gefur út Mannlíf fær 24 milljónir, Myllusetur sem rekur meðal annars Fiskifréttir, Frjálsa verslun og Viðskiptablaðið fær 20 milljónir, Útgáfufélagið Stundin fær tæpar 18 milljónir og N4 ehf. fær rúmar 13,5 milljónir.

Þeir miðlar sem hljóta styrk eru eftirfarandi:

Fyrirtæki Sótt um vegna: Stuðningur í kr.*
Árvakur hf. Morgunblaðið, Mbl.is, K100 99.904.495
Ásprent – Stíll ehf. Vikublaðið, Vikubladid.is 2.239.059
Birtingur útgáfufélag ehf. Mannlíf, Mannlif.is 24.017.147
Björt útgáfa ehf. Hafnfirðingur, Hafnfirdingur.is 852.801
Bændasamtök Íslands Bændablaðið, Bbl.is, Tímarit Bændablaðsins, Hlaðvarp Bændablaðsins 9.277.877
Eyjasýn ehf. Eyjafréttir, Eyjafrettir.is 3.091.497
Fröken ehf. Reykjavík Grapevine, Grapevine.is 7.596.783
Hönnunarhúsið ehf. Fjarðarfréttir, Fjardarfrettir.is 1.124.341
Kjarninn miðlar ehf. Kjarninn.is, Hlaðvarp Kjarnans, Vísbending 9.299.482
Kópavogsblaðið slf. Kópavogsblaðið, Kopavogsbladid.is 466.962
MD Reykjavík ehf. Iceland Review, Icelandreview.is 5.997.042
Myllusetur ehf. Fiskifréttir, Fiskifrettir.is, Frjáls verslun, Viðskiptablaðið, Vb.is 20.225.397
N4 ehf N4, N4 hlaðvarp, N4.is 13.527.946
Prentmet Oddi ehf. Dagskráin – fréttablað Suðurlands, Dfs.is 1.916.079
Saganet - Útvarp Saga ehf. Útvarp Saga, Utvarpsaga.is, Utvarpsaga.is hlaðvarp 5.250.398
Skessuhorn ehf Skessuhorn, Skessuhorn.is 7.326.329
Steinprent ehf. Bæjarblaðið Jökull 1.683.126
Sýn hf. Stöð 2, Bylgjan, Vísir.is 91.118.336
Torg ehf. Fréttablaðið, Frettabladid.is, Hringbraut, Hringbraut.is 64.754.052
Tunnan prentþjónusta ehf. Hellan héraðsfréttablað, DB-blaðið 1.044.031
Útgáfufélag Austurlands ehf. Austurglugginn, Austurfrett.is 3.201.564
Útgáfufélagið Stundin ehf. Stundin, Stundin.is 17.780.267
Víkurfréttir ehf. Víkurfréttir, Vf.is 7.922.972

 

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að við við ákvörðun um fjárhæð stuðnings hafi verið litið til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara, ritstjóra og aðstoðarritstjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá hafi verið tekið mið af beinum verktakagreiðslum til sambærilegra aðila, útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. 

„Fjölmiðlar sem starfrækja staðbundna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins gátu samhliða styrkumsókn sinni sótt um styrk úr byggðaáætlun. Ellefu slíkar umsóknir bárust og verður til kynnt um úthlutun þeirra styrkja á næstunni,“ segir ennfremur í tilkynningu ráðuneytisins.