Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Samkomulag um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs

epa08634183 Plaestinians cross the concrete barriers used to isolate a road leading between Gaza and northern Gaza Strip amid the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic in Gaza City, Gaza Strip, 29 August 2020. The Gaza Strip is under a nationwide lockdown from 25 August after the discovery of the first cases of infections with the pandemic SARS-CoV-2 coronavirus which causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hamas-hreyfingin á Gaza tilkynnti í gærkvöld að hún hafi náð samkomulagi um vopnahlé við Ísrael með milligöngu stjórnvalda í Katar. Ísraelsher hefur gert nánast daglegar loftárásir á Gaza síðan 6. ágúst vegna eldsprengjuárása frá Gaza.

Í yfirlýsingu frá leiðtoga Hamas á Gaza segir að viðræður við sendifulltrúa Katars hafi náðst samkomulag um að draga úr átökum og binda enda á árásir Ísraelsmanna á palestínsku þjóðina. Mohammed el-Emadi, sendifulltrúi Katars, hrósaði Hamas fyrir að gera samkomulag, sérstaklega í ljósi erfiðra aðstæðna íbúa Gaza.

AFP fréttastofan hefur eftir liðsmanni Hamas að hætt verði að varpa eldsprengjum úr blöðrum yfir Ísrael, sem og öðrum árásum. Í staðinn ætlar Ísrael að opna aftur fyrir flutning á eldsneytisbirgðum til Gaza og raforkuverið verður aftur sett í gang í dag. Ísraelsmenn hafa komið í veg fyrir flutning eldsneytis undanfarið, og aðeins haft opið fyrir rafmagn fjórar klukkustundir á dag frá raflínum í Ísrael.

Ísraelska varnarmálaráðuneytið segir að allt eigi nú að ganga sinn vanagang við Kerem Shalom landamærastöðina, þar á meðal eldsneytisflutningar. Auk þess verður fiskveiðisvæði við Gaza-ströndina stækkað í 15 sjómílur. Ráðuneytið varar þó við því að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða ef Hamas stendur ekki við sinn hluta samningsins.