Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sakar furstadæmin um svik

epa08638743 A handout picture made available by the Supreme Leader Office shows Iranian Supreme Leader Ayatollah Ali Khamenei speaks during a government video conference in Tehran, Iran, 01 September 2020. Media reported that Khamenei said that UAE has betrayed the world of Islam and Arab nation by opening relationship with Israel.  EPA-EFE/SUPREME LEADER OFFICE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Ali Khamenei erkiklerkur. Mynd: EPA-EFE - SUPREME LEADER OFFICE
Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran, fordæmdi í morgun nýgert samkomulag um stjórnmálasamband og eðlileg samskipti milli Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 

Khamenei sagði á Twitter að með undirritun sinni hefðu ráðamenn í furstadæmunum svikið múslima um allan heim, Palestínu og önnur ríki Araba. Þessi svik myndu ekki viðgangast lengi.

Í gær lenti ísraelsk farþegaflugvél í fyrsta skipti á flugvellinum í Abu Dhabi, en með henni voru ísraelskir og bandarískir embættismenn þeirra á meðal Meir Ben-Shabbat, þjóðaröryggisráðgjafi Ísraelsstjórnar og Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV