
Leitarhundur lögreglu fann fíkniefni fyrir tilviljun
Í tilkynningurinni segir að ökumaður bílsins hafi ekki verið hrifinn af afskiptum hundsins, enda hafi komið í ljós að hann var með kannabisefni í vörslum sínum. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð.
„Annar ökumaður sem lögregla tók úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist jafnframt vera með fíkniefni, vopn og þýfi í bifreiðinni. Um var að ræða hnúajárn og kylfu annars vegar og m.a. tvö rafmagnshlaupahjól, tölvu og ipad hins vegar. Í ljós kom að tölvan er úr innbroti sem framið var fyrr á árinu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.
Þá kemur ennfremur fram í tilkynningunni að í gærmorgun hafi verið tilkynnt um að brotist hefði verið inn í fjóra gáma á byggingarsvæði í Njarðvík. Ekki sé ljós hvort eða þá hve miklu var stolið úr þeim.