Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Adele sökuð um menningarnám á afrískri hárgreiðslu

Mynd með færslu
 Mynd: Adele - Instagram

Adele sökuð um menningarnám á afrískri hárgreiðslu

01.09.2020 - 16:05

Höfundar

Tónlistarkonan Adele hefur verið sökuð um menningarnám eftir að hún birti mynd af sér á Notting Hill kjötkveðjuhátíðinni á Instagram í gær. Þar sást söngkonan ástsæla með afríska hárgreiðslu og í bíkíníi með jamaíska fánanum á.

Guardian fjallar um málið. Á myndinni er Adele með hárið greitt í hnúta sem eru kallaðir bantu-hnútar og eru yfirleitt tengdir við fólk af afrískum uppruna. Menningarnám, sem á ensku er kallað cultural appropriation er hugtak yfir það þegar fólk í forréttindastöðu nýtir sér eða skreytir sig með táknum og fyrirbærum úr menningu minnihlutahópa. En bakslagið kom fljótt á Twitter og einn tístari sagði: „Eins og 2020 gæti ekki orðið skrýtnara. Þá býður Adele okkur upp á bantu-hnúta og menningarnám sem enginn bað um. Nú eru opinberlega allar helstu hvítu kvenpoppstjörnurnar orðnar vafasamar. Ömurlegt að sjá þetta.“

Annar notandi segir að myndin sé skólabókardæmi um menningarnám og Adele ætti að fara í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Þá ritar einn athugasemd við myndina á Instagram: „Bantu-hnútar er hárgreiðsla sem hvítt fólk ætti aldrei, ekki undir neinum kringumstæðum, að vera með.“ Einhverjir koma söngkonunni þó til varnar, þar á meðal ofurfyrirsætan Naomi Campell og hinn þeldökki þingmaður breska Verkamannaflokksins, David Lammy. Þá segja margir tístarar að í myndinni felist frekar viðurkenning eða velþóknun á menningu.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

„Ég er ekki í bókmenntalöggunni“

Pistlar

Afrískir taktar og hljóðvist úr öðrum heimum

Menningarefni

Umdeildur í stríði gegn pólitískri rétthugsun

Íslenskt mál

Rúnir misnotaðar í gegnum tíðina