Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Summi Hvanndal - Ljósastaurar lífsins

Mynd: Summi Hvanndal / Summi Hvanndal

Summi Hvanndal - Ljósastaurar lífsins

30.08.2020 - 14:08

Höfundar

Summi Hvanndal gaf á dögunum út sína fyrstu sólóplötu á streymisveitum en gripurinn heitir Ljósastaurar lífsins. Summi hefur verið viðriðin tónlist síðustu ár með Hvanndalsbræðrum, Lost og tökulagasveitinni Killer Queen.

Sumarliði Helgason eða Summi Hvanndal er svo sannarlega ekki byrjandi í bransanum þó Ljósastaurar lífsins séu hans fyrsta sólóplata því eftir hljómsveitina hans Hvanndalsbræður liggja sjö hljómplötur og sú áttunda er á leiðinni, í gamla daga gaf pönkhljómsveitin Lost út plötu en Summi er einmitt í henni líka.

Summi Hvanndal er líklega hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Hvanndalsbræðrum þar sem hann mundar bassann og syngur en einnig sem bassaleikari Killer Queen-flokksins sem spilar hin ódauðlegu Queen-lög með Magna Ásgeirs í fararbroddi. Einnig hefur Summi komið að fjölmörgum tónlistarverkefnum um allt land.

Ljósastaurar lífsins er eins og fyrr segir fyrsta sólóverkefni Summa og fer hann svolítið aðrar leiðir í laga- og textasmíðum en í fyrri verkefnum sínum með Hvanndalsbræðrum. Að plötunni koma auk Summa Hvanndal þeir Haukur Pálmason sem sá um upptökur, hljóðblöndun og slagverk og Pétur Steinar Hallgrímsson sem sá um strengjahljóðfæri ásamt upptökum.

Platan er tekin upp víða á Akureyri og meðal annars í menningarhúsinu Hofi. Hljómplatan fékk styrk úr Hljóðritasjóði og er plata vikunnar á Rás 2. Hún er flutt í heild sinni ásamt kynningum Sumarliða eftir tíu fréttir í kvöld og einnig í spilara hér að ofan.

Mynd með færslu
Summi Hvanndal - Ljósastaurar lífsins