Tveir skjálftar af stærð 3,6 og 3,0 urðu upp úr klukkan sjö í gærkvöld. Skjálftarnir urðu skammt vestan við Kleifarvatn.
Greint var frá því í gær að snaripir skjálftar hafi orðið á sama svæði síðdegis í gær. Skjálftarnir fundust á höfuðborginni og Akranesi.
Skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga að undanförnu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að virknin sé líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á skaganum sem hófst snemma á árinu.