Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Talið að loftkæling geti verið ofurdreifari COVID-19

epa08335406 Health personnel of the OSA (Operatori Sanitari Associati), a social and work cooperative on the initiative of a group of young doctors, psychologists and social workers founded 1985, perform blood tests and monitoring activities in Nerola, one of the villages in the "red zone" for a Coronavirus outbreak, during the country's lockdown due to the Coronavirus Covid-19 pandemic in Italy, 31 March 2020. Doctors explain that monitoring the Nerola population involves both blood sampling and rapid test. Serological and virological tests have been activated.  EPA-EFE/MASSIMO PERCOSSI
Ítalskt heilbrigðisstarfsfólk við vinnu. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Ofurdreifarar kórónuveirunnar eru ekki manneskjur heldur loftkæli- og loftræstibúnaður í lokuðum rýmum.

Þetta er bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar sem Björn Birnir prófessor við Kaliforníuháskóla og Luiza Angheluta prófessor við háskólann í Ósló birtu nýlega.

„Í grundvallaratriðum er niðurstaða okkar sú að í raun séu ofurdreifarar veirunnar ekki fólk heldur loftkælinbúnaður og hringrás lofts í lokuðum rýmum," segir Björn Birnir í viðtali á vef Kaliforníuháskóla í Santa Barbara.

Rannsókn þeirra Björns og Angheluta er nú í ritrýni en bráðabirgðaniðurstöður voru birtar nýlega. Þar benda þau á að þótt að ströngum reglum um fjarlægðartakmarkanir sé fylgt út í æsar geti fólk smitast af COVID-19.

Vökvinn sem myndast við hnerra eða hósta sé tiltölulega þungur og falli því almennt fljótt til jarðar en loftkælibúnaður haldi þeim á lofti og dreifi um lokuð rými.

Smám saman geti mikið magn veiru safnast fyrir í andrúmsloftinu á þannig stöðum. Því sé nauðsynlegt að bæta loftræstingu og nota hlífðargrímur til að draga úr þeirri áhættu. Öryggið aukist með því að hafa örlítinn gegnumtrekk.

Meðal þess sem þau skoðuðu var ástæða þess að tíu veiktust eftir að hafa borðað í sama veitingahúsinu í Guangzhou í Kína snemma árs.

Ástæðuna segja þau vera að einn smitaður sat í sama rými, og loftkælikerfið í þeim hluta veitingahússins dreifði veirunni yfir þau sem þar sátu. Fólk sem sat annars staðar í húsinu smitaðist ekki.

Fréttin var uppfærð 30. ágúst 2020 kl. 8:30.