Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dánarbú Cohen gáttað á ósvífni Repúblikanaflokksins

epa08630681 US President Donald J. Trump (C) stands on stage with his family after formally accepting the 2020 Republican presidential nomination during the closing night of the Republican National Convention, on the South Lawn of the White House, in Washington, DC, USA, 27 August 2020. Due to the coronavirus pandemic the Republican Party has moved to a televised format for its convention.  EPA-EFE/Erin Scott / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Polaris Images POOL

Dánarbú Cohen gáttað á ósvífni Repúblikanaflokksins

29.08.2020 - 01:12

Höfundar

Dánarbú Leonards Cohens og útgáfufyrirtækið Sony segjast hafa brugðið við að heyra lag hans Hallelujah spilað tvisvar á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Dánarbúið hafði nefnilega hafnað beiðni flokksins á skýran og skilmerkilegan hátt, og andmælt því að lagið, sem er eitt það verðmætasta úr miklu safni Cohen, yrði notað á jafn svívirðilega pólitískan hátt.

Í yfirlýsingu Michelle L. Rice, lögmanns dánarbús Cohen, segir hún búið vera að skoða lagalega stöðu sína. 

Rice benti jafnframt á að ef Repúblikanaflokkurinn hefði beðið um annað lag úr bálki Cohen, til að mynda hið Grammy-verðlaunaða You Want it Darker, þá hefði dánarbúið hugsað sig tvisvar um.

Brian J. Monaco, formaður alþjóðamarkaðsdeildar tónlistarsviðs útgáfufyrirtækisins Sony/ATV, segir í yfirlýsingu að fyrirtækið hafi hafnað ósk Repúblikanaflokksins um að fá að flytja lagið Hallelujah við lok landsfundarins.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Trump: Biden leggur mikilfengleika Bandaríkjanna í rúst