Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Aubameyang tryggði Arsenal fyrsta titil tímabilsins

epa08634326 Arsenal players celebrate after team mate Pierre-Emerick Aubameyang (not seen) scored the winning penalty during the FA Community Shield match between Arsenal London and Liverpool FC at the Wembley stadium in London, Britain, 29 August 2020.  EPA-EFE/Andrew Couldridge / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Aubameyang tryggði Arsenal fyrsta titil tímabilsins

29.08.2020 - 17:54
Í dag var leikið um Samfélagsskjöldin á Englandi en leikurinn markar upphaf nýrrar leiktíðar á Englandi. Í leik dagsins mættust Englandsmeistararnir í Liverpool og bikarmeistararnir í Arsenal. Leikurinn fór fram á Wembley en þó að sjálfsögðu án áhorfenda.

Bæði lið stilltu upp gríðarlega sterkum byrjunarliðum en það voru bikarmeistararnir í Arsenal sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Markið gerði Pierre-Emerick Aubameyang á 12. mínútu með snyrtilegu skoti. Í kjölfarið virtist leikstíll Arsenal að mestu snúast um að halda forystunni en það tókst þó ekki því varamaðurinn Takumi Minamino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og jafnaði leikinn á 73. mínútu leiksins. 

Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því var farið beint í vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn Arsenal nýttu allar fimm spyrnur sínar á meðan að Rhian Brewster skaut í slá úr þriðju spyrnu Liverpool. Aubameyang tryggði Arsenal því fyrsta titil tímabilsins þegar að hann skoraði úr lokaspyrnu Arsenal.