Doc Rivers var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik á þriðjudagskvöld. Lögreglumenn höfðu skotið 29 ára þeldökkan mann í bakið fyrir framan börn hans. Á sama tíma ræddu fulltrúar á flokksþingi Repúblikana um nauðsyn sterkrar löggæslu. Doc Rivers, sem er þjálfari LA Clippers og sonur lögreglumanns, furðaði sig á tali hvítra Repúblikana um ótta því að það væri svart fólk sem verið væri að drepa, skjóta, og mismuna.
„Það er furðulegt að við elskum þetta land áfram en það elskar okkur ekki á móti,“ sagði Rivers.